Færsluflokkur: Bloggar

Jólin koma

með öllu sínu tilstandi og fleira.

Reyndar þá kláraði ég að pakka inn öllum gjöfunum í dag.  Er MJÖG feigin að vera búin að því skal ég segja ykkur.  Á bara tvær gjafir eftir.

Elízabeth eeeeeelskar snjóinn, og er úti að leika sér við hvert tækifæri sem að gefst, leiðinlegt að það skuli hafa rignt í dag, en vonandi snjóar aftur, allavega langar mig í hvít jól svona til tilbreytingar.

Þessir jólasveinar eru að gera það gott þessa dagana.  Það hefur sko ekki verið vandamál að fá Elízubeth á fætur síðan þeir byrjuðu að tínast til byggða.  Það er allavega tilbreyting í því ð hún vakni á undan mömmu sinni.  Tounge  Svo hafa þeir komið með svo skemmtilega hluti, ekki var það verra.

Í síðustu viku fór hún svo til Bessastaða þar sem að kveikt var á jólatrjánum.  Það var víst einstök upplifun.  Svo var dansað í kringum jólatrén og hún leiddi stekkjastaur, sem að henni fannst sko ekki leiðinlegt.  Toppurinn var svo að vera boðið inn til forsetans í heitt kakó með rjóma  og smáköku með því.  Reyndar var það fyrsta sem að hún sagði "forsetinn er með hvítt hár"

Krakkarnir eru orðin spennt fyrir jólum hérna á Íslandi.  Ég hlakka líka svo til að upplifa jólin með þeim hérna.  Erum búin að baka (og borða reyndar líka ) smákökur, gera konfekt og svo í fyrradag skreyttu þau piparkökuhús sem að þau fengu í skóinn frá giljagaur.  Þó svo að Emanúel hélt að hann væri of mikill töffari fyrir svona, þá fannst honum ekkert leiðinlegt að setja það saman og skreyta svo.

Hann er orðinn svo mikill töffari, verður að passa kúlið sko.  Er alveg að fíla sig vel í skólanum og á alveg nokkra góða vini.

Ég er bara enn hérna í íþróttahúsinu og get ekki annað sagt en að það sé alveg nóg að gera.  Fljúgandi leðurblökur, vatsflóð og hringingar á sjúkrabíla svo fátt eitt sé nefnt.  En ég er sem betur fer enn í heilu lagi.

Svo gerðist ég svo fræg að opna facebook síðu á meðan ekkert var að gera hérna í íþróttahúsinu (þegar var verið að þurrka parketið), þannig að eini Íslendingurinn sem að ekki var með svona síðu, lét loksins til leiðast og slást í hóp allra samlanda minna.

Jæja, over and out.


Jæja já

Jæja elskurnar.  Er ekki kominn tími á nýtt blogg?  Ja, maður kemur til landsins og það gjörsamleg frýs í manni heilabúið.

En allavega þá er allt gott af okkur að frétta,,, ennþá.  Við auðvitað komum ekki á besta tíma erum við að sjá.  Samt leit þetta ekkert svona illa út fyrir nokkrum mánuðum.  Hverjum datt í hug að þetta mundi gerast.  En þar sem að við erum ekki með nein mynkörfu lán eða hvað þetta heitir, þá finnur maður kannski ekki eins mikið fyrir þessu og aðrir.

Út í annað og skemmtilegra umræðuefni.  Krökkunum gengur vel í skólanum.  Þau eru byrjuð að aðlagast vel og eru farin að bjarga sér á íslensku.  SAmt frekar fyndið því að þau eru voða feimin að tala hana hérna heima, en við félagana í skólanum tala þau helling.  Eins er gaman að hlusta á þau frændsystkinin spjalla saman.  Brynjar hefur verið mikil hjálp, þó að hann hafi ekki hugmynd um það.  Þau eru bæði búin að eignast vini og eru oft bara úti að leika sér, stundum koma líka krakkar hingað og þá er fjör.  Mikið er búið að vera um afmælisboð undanfarið og er það alltaf jafn skemmtilegt.

Þann stutta tíma sem að ég hafði til að hugsa um flutninginn var ég frekar stressuð, aðallega þeirra vegna, en ég sé að það var að mestu leyti óþarfi.  Allavega virðast þau dafna vel og njóta frelsisins í botn.  Það er gaman að geta upplifað tvo svona ólíka menningarheima.

Eins hafa þau verið mjög heppin bæði með skólann og með kennara.  Ég get ekki hætt að hrósa Álftanesskóla fyrir góð viðbrögð og ómentanlega hjálp og stuðning sem að þau hafa fengið.  Skólinn fær sko mörg prik fyrir það.

Rafa er að vinna og er bara ánægður.  Reyndar er hann með lægri laun hérna en í Mexíkó (já hver hefði trúað því).  Sem betur fer komum við ekki hingað til þess að vinna eingöngu.  Við komum hingað barnanna vegna.  Svo að þau kæmust betur inn í málið og kynntust því hvernig er að búa á Íslandi.  Ég er að vinna í íþróttahúsinu á Álftanesi og líkar vel.  Mæti reyndar voða snemma af því að Nautilus opnar svo snemma á morgnanna, en það er nú bara þegar ég er á morgunvakt.  Þegar ég er á dagvakt er ég búin voða seint.

En núna þarf ég að fylgja dömunni í afmælisveislu

þar til næst  (hvenær sem það nú verður)


Kemmtileg helgi framundan.

Ég verð reyndar að vinna á morgun, en það er nú í lagi.  Kvöldið verður einkar skemmtilegt, þar sem að Magga móðursystir er búin að bjóða mér, mömmu og Möggu mágkonu á Mamma mia sing along (vá, held ekki að ég hafi skrifað svona mörg emm í einni setningu)

Ætla að fara að sinna Elízubeth eitthvað, hún er eitthvað lasin


Ekki alveg að vera nógu dugleg

Ég hef verið ansi löt að skrifa inn á þetta blogg.

Við erum að koma okkur fyrir og núna erum við að bíða eftir að Rafa komi, eigum semsagt von á honum á fimmtudaginn í næstu viku.  Auðvitað erum við svaka glöð að fá hann heim til okkar.

Krökkunum líkar MJÖG VEL í skólanum, eru búin að eignast vini og það er tilhlökkun að fara í skólann á hverjum morgni.  Þau eru mikið úti með félögunum, já og mjög dugleg að plata ömmu og afa í sund með sér Wink  Þeim finnst æði að fara í sund.  Elízabeth fer svo í afmæli á sunnudaginn,  Já, fer alveg í tvö afmæli á sunnudagin því að Brynjar Ásgeir á afmæli á föstudaginn og það verður haldið aðeins upp á það á sunnudaginn.

Ég er byrjuð að vinna og líkar bara vel.  Hef reyndar ekki enn verið á morgunvakt, en er viss um að það verði líka gaman.  Maður er mikið í kringum fólk og það henntar mér mjög vel.

Þetta var nú bara smá update frá okkur hérna af frónni.  ÞAr til næst   Elín Hrund


Hélt að ég væri búin að flýja

Já, ég hélt að ég væri búin að flýja rán og ofbeldi með því að flytja til baka hingað til Íslands.  En nei.  Það sannaðist ði gær þegar leið okkar lá í eina ritfangaverslun í Kópavogi í gær.  Eftir að hafa farið með ónefndar prufur á Barnaspítalann í gær, ætlaði ég að kaupa þær stílabækur og það sem að vantaði fyrir skólann fyrir krakkana.  Einn lögreglubíll var að renna í hlað um leið og við, og við spáðum nú ekki mikið í það, lögruglumenn þurfa jú stundum að nota penna og svoleiðis fínheit.  Ég labbaði um úðina með krakkana í eftirdragi og tók allt í einu eftir að það voru komnir fleiri lögreglubílar.  Þegar ég var búin að finna allt fór ég til mömmu sem að hafði týnst í föndurdeildinni.  Þá urðum við vara við það að rán hefði verið framið, rétt áðir en við komum ú búðina.  Meira að segja vopnað rán.  Afgreiðslukonan stóð sig eins og hetja, þó að hú væri enn skjálfandi eftir sjokkið.  Hún átti alla mína samúð, því að þetta er ekki skemmtileg lífsreynsla.

Í morgun fór ég svo inn á www.prodigy.msn.com  þar get ég séð og skoðað fréttir frá Mexico.  Þá varð ég vör við að hlutirnir eru betri hérna eins og er.  Í gær héldu  Mexicanar upp á þjóðhátíðardaginn.  Fólk allt samankomið vegna hrópsins, hefð í Mexicó.  Semsagt er hrópað "Viva Mexico!"  og fólk hrópar "VIVA!"  En þá datt einhverjum snillingnum í hug að henda handsprengju inn í mannmergðina með ljótum afleiðingum.  Þetta var í Morelia, ekki langt frá þeim stað sem að við bjuggum.

En út í skemmtilegri sálma.  Krakkarnir byrjuðu loksins í skólanum.  Það var svaka spenna í þeim og þeim hlakkaði SVOOOO til.  Elízabeth valdi fötin sem að hún ætlaði í, í gærkvöldi, og ákvað svo eftir mikla umhugsun og uppröðun á fötum, að fara í PILSI.  En þökk sé Guði fyrir sokkabuxurnar.  Ég á örugglega eftir að sakna skólabúninganna, þó að þeir hafi ekki beint verið fallegir.  Þau voru bæði svo ánægð í skólanum, og Emanúel vildi bara ekki koma heim.  Fannst hálfgert svindl að þurfa að vera í aðlögun.  En þau hafa þó eitthvað til að hlakka til á morgun.

Jæja, kveð í bili.  Ætla að finna út hvort að ég geti haldið upp á afmæli barnanna á föstudaginn, þar sem að þaað var ekki hladið neitt upp á það úti, en æli það verði ekki bara súkkulaðikaka og kaffi á boðstólnum, engin stórheit neitt.


Er komin.

Já, við erum komin.  Krakkarnir byrja í Álftanesskóla í næstu viku, vorum að vona að þau gætu byrjað fyrr, en þau þurfa að fara í einhverja alsherjar læknisskodun og fengu ekki tíma fyrr en 15 sept.  Kannski að þau byrji á þjóðhátiíðardag Mexíkó, þann 16 september.

Rafa hringir daglega í okkur, eda vid í hann.  Skype er ein besta uppfining allra tíma held ég nú bara.  En hann kemur 2 október.  Þad verdur voda fínt ad fá hann líka.

Á laugardaginn fór ég í eitt fallegasta brúðkaup sem ad ég hef verid vidsödd.  Sigurjón bródir og Magga, sem ad er núna formlega orðin mágkona mín giftu sig LOKSINSWink  Reyndar var littla daman skírd í leidinni og fékk hú það fallega nafn Matthildur Sara.  Það fer henni ósköp vel enda yndisleg dama þar á ferð.  Magga og Sigurjón eru reyndar það heppin að eiga tvö eintök af vel heppnuðum börnum, enda vel heppnaðir foreldrar á ferð.

Svo er ég nú líka búin að vera inni á gafli hjá henni Möggu móðursystur og ponsunni hennar.  Það er ekkert smá gaman að fá að pota aðeins og skoða þessi kríli.  Sérstaklega þar sem að ég er hætt.  Elízabeth fílar sig vel í mömmuleiknum og hafði orð á því að kannski þyrfti pabbi hennar ekki að koma með dúkkuna sem að hún gleymdi, hún á nefninlea tvær litlar frænkur sem að hún getur fengið að passa aðeins.

Þetta verður nú ekki lengra í bili.  Kveðjur Elín


Og thad er allt á floti allstadar

Eru laglínurnar sem ad mér detta í hug núna.  Eftir blessunarlega 3 heila daga án rigningar, kom demban.  Ég var voda glöd í morgun thegar ég keyrdi Elízubeth í skólann, í skurdinum sem ad er medfram veginum á leidinni í skólann hennar, sýndi thess glöggt merki ad ekki hafdi rignt.  Vatnsyfirbordid hafdi laekkad um heilan meter.

En núna er ég thakklát fyrir ad hafa látid hendur standa fram úr ermum fyrir nokkrum dögum og byrjad ad pakka upp, thví ad til ad komast í götuna hjá okkur, thurfum vid nú ad keyra yfir mikid fljót.  Vatnid er semsagt á leidinni.  Samt vona ég bara ad thad sleppi thví ad láta sjá sig hérna.

Jaeja, thetta verdur ekki lengra í bili thví ad koddinn kallar


Ad pakka UPP

Já, ég er semsagt byrjud ad forda hlutum á haerri stadi og koma sumu fyrir í vatnsheldum kössum.  Thetta er nú ekki beint skemmtilegt, en allur er varinn gódur.  Hér er allt á idi, semsagt mikil hreyfing.  Fullt af hermönnum ad reyna ad koma í veg fyrir stórflód.  Fylla einhverja sekki af sandi og setja vid árbakkann.  Thad dugir nú ekki lengi.

Nú tharf madur ad fara svaka hring til ad fara til Irapuato thar sem ad vegurinn er kominn undir vatn, var thad reyndar ekki í gaer, ja bara smá hluti af honum allavega thegar vid fórum til Irapuato. (fórum ad kaupa stóra plastkassa) En hótelid sem ad er vid veginn var komid á kaf og var verid ad reyna ad bjarga thví sem ad bjargad var.  En núna er semsagt vegurinn lokadur, nema fyrir bátafólkWink

Minningarnar um flódin fyrir nokkrum árum, eru nú ekkert skemmtilegar, thar sem ad nedri haedin hjá okkur fór undir vatn (rúmlega 50 cm)  Thad versta er ad thetta er ekki svona hreynt og taert vatn, heldur drulluskítugt og illa lyktandi ógedisvatn.  En thar sem ad vid búum á ödrum stad núna, vonast ég til thess ad vatnid komist ekki hingad, en eins og ég sagdi til ad byrja med.  Allur er varinn gódur


Smá stress í gangi

Thar sem ad hérna hefur rignt stanslaust undanfarna daga, er allt ad fara á kaf.  Lerma áin er byrjud ad flaeda út fyrir bakka sína og madur er svona smá smeykur.  Hef thví midur upplifad flód ádur og thad var EKKI skemmtilegt.  Nancy systir Rafa býr svona 5 mín frá okkur, og thau voru látin rýma í gaerkvöldiFrown  Thad eru ekki  nema tvaer vikur sídan thau fluttu inn í nýja húsid sitt.

En eins og er er ekki ský á himni svo ad madur bara vonar thad besta, thad getur hjálpad til vid ad laekka adeins í ánni.

kvedjur.  Elín skellkada.


Rútínan er erfid

Já thessi nýja rútína aetlar ad reynast mér frekar erfid, mér finnst ég ekki hafa tíma í neitt.  Á lappir klukkan 6, daman vakin hálftíma sídar.  Morgunmatur og svo tharf madur ad greida henni (hérna verda thau ad vera voda vel greidd med geli og allt)  Klukkan 20 mín yfir 7 keyri ég hana svo í skólann.  Emanúel er sofandi thegar ég fer, hann hefur reyndar vaknad einu sinni og komid med. 

Svo tharf ég ad setja í vél og annad sem ad ég er ad sýslast vid.  Ekki seinna en 11 byrja ég ad undirbúa hádeigismatinn thví ad klukkan 12 legg ég af stad ad saekja Elízubeth.  Hún er búin í skólanum milli hálf eitt og eitt.  Thá er Emanúel reyndar búinn ad borda hádeigismat.  Elízabeth bordar á medan Emanúel skiptir um föt thví ad hann maetir svo klukkan 20 mín í tvö.  Ég labba med honum í skólann (já, hann faer ekki ad fara einn, thad hefur verid mikid um ad börnum sé raent thegar thau eru ein á leidinni í skólann svo ad forelrum var vinsamlegast bennt á ad fylgja theim um sinn)  Svo komum vid heim og Elízabeth byrjar á heimavinnunni.  Thá er ég bara eitthvad ad sýrslast, svo thegar hún er búin er farid í ballett.  Hann er búinn kl hálf sjö.  Komum heim um sjö, reyni thá ad setjast adeins nidur og slappa af og klukkan rúmlega 8 fer ég og saekji strákinn í skólann, hann er búin kl hálf níu, og thá er ordid mjög dimmt.

Mér finnst dagurinn einhvernveiginn ekki nýtast neitt.  En jaeja, tharf ad fara ad saekja dömuna í skólann svo ad ekki verdur thetta lengra ad sinni.

Kvedja Elín upptekna


Næsta síða »

Um bloggið

Elín Hrund Gardarsdóttir

Höfundur

Elín Hrund Gardarsdóttir
Elín Hrund Gardarsdóttir
Eins og er er ég búset í Mexico ásamt eiginmanni mínum og börnum okkar tveim. Hérna verdur fjallad um okkar DAGLEGA líf svo ad ef ad einhver nennir ekki ad lesa um thad sem ad ég keypti í matinn í gaer, thá má hinn sami bara sleppa vid ad lesa bloggid = )
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • S1050909
  • S1050906
  • S1050907
  • S1050900
  • S1050894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband