Jólin koma

með öllu sínu tilstandi og fleira.

Reyndar þá kláraði ég að pakka inn öllum gjöfunum í dag.  Er MJÖG feigin að vera búin að því skal ég segja ykkur.  Á bara tvær gjafir eftir.

Elízabeth eeeeeelskar snjóinn, og er úti að leika sér við hvert tækifæri sem að gefst, leiðinlegt að það skuli hafa rignt í dag, en vonandi snjóar aftur, allavega langar mig í hvít jól svona til tilbreytingar.

Þessir jólasveinar eru að gera það gott þessa dagana.  Það hefur sko ekki verið vandamál að fá Elízubeth á fætur síðan þeir byrjuðu að tínast til byggða.  Það er allavega tilbreyting í því ð hún vakni á undan mömmu sinni.  Tounge  Svo hafa þeir komið með svo skemmtilega hluti, ekki var það verra.

Í síðustu viku fór hún svo til Bessastaða þar sem að kveikt var á jólatrjánum.  Það var víst einstök upplifun.  Svo var dansað í kringum jólatrén og hún leiddi stekkjastaur, sem að henni fannst sko ekki leiðinlegt.  Toppurinn var svo að vera boðið inn til forsetans í heitt kakó með rjóma  og smáköku með því.  Reyndar var það fyrsta sem að hún sagði "forsetinn er með hvítt hár"

Krakkarnir eru orðin spennt fyrir jólum hérna á Íslandi.  Ég hlakka líka svo til að upplifa jólin með þeim hérna.  Erum búin að baka (og borða reyndar líka ) smákökur, gera konfekt og svo í fyrradag skreyttu þau piparkökuhús sem að þau fengu í skóinn frá giljagaur.  Þó svo að Emanúel hélt að hann væri of mikill töffari fyrir svona, þá fannst honum ekkert leiðinlegt að setja það saman og skreyta svo.

Hann er orðinn svo mikill töffari, verður að passa kúlið sko.  Er alveg að fíla sig vel í skólanum og á alveg nokkra góða vini.

Ég er bara enn hérna í íþróttahúsinu og get ekki annað sagt en að það sé alveg nóg að gera.  Fljúgandi leðurblökur, vatsflóð og hringingar á sjúkrabíla svo fátt eitt sé nefnt.  En ég er sem betur fer enn í heilu lagi.

Svo gerðist ég svo fræg að opna facebook síðu á meðan ekkert var að gera hérna í íþróttahúsinu (þegar var verið að þurrka parketið), þannig að eini Íslendingurinn sem að ekki var með svona síðu, lét loksins til leiðast og slást í hóp allra samlanda minna.

Jæja, over and out.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elín Hrund Gardarsdóttir

Höfundur

Elín Hrund Gardarsdóttir
Elín Hrund Gardarsdóttir
Eins og er er ég búset í Mexico ásamt eiginmanni mínum og börnum okkar tveim. Hérna verdur fjallad um okkar DAGLEGA líf svo ad ef ad einhver nennir ekki ad lesa um thad sem ad ég keypti í matinn í gaer, thá má hinn sami bara sleppa vid ad lesa bloggid = )
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • S1050909
  • S1050906
  • S1050907
  • S1050900
  • S1050894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband