Jæja já

Jæja elskurnar.  Er ekki kominn tími á nýtt blogg?  Ja, maður kemur til landsins og það gjörsamleg frýs í manni heilabúið.

En allavega þá er allt gott af okkur að frétta,,, ennþá.  Við auðvitað komum ekki á besta tíma erum við að sjá.  Samt leit þetta ekkert svona illa út fyrir nokkrum mánuðum.  Hverjum datt í hug að þetta mundi gerast.  En þar sem að við erum ekki með nein mynkörfu lán eða hvað þetta heitir, þá finnur maður kannski ekki eins mikið fyrir þessu og aðrir.

Út í annað og skemmtilegra umræðuefni.  Krökkunum gengur vel í skólanum.  Þau eru byrjuð að aðlagast vel og eru farin að bjarga sér á íslensku.  SAmt frekar fyndið því að þau eru voða feimin að tala hana hérna heima, en við félagana í skólanum tala þau helling.  Eins er gaman að hlusta á þau frændsystkinin spjalla saman.  Brynjar hefur verið mikil hjálp, þó að hann hafi ekki hugmynd um það.  Þau eru bæði búin að eignast vini og eru oft bara úti að leika sér, stundum koma líka krakkar hingað og þá er fjör.  Mikið er búið að vera um afmælisboð undanfarið og er það alltaf jafn skemmtilegt.

Þann stutta tíma sem að ég hafði til að hugsa um flutninginn var ég frekar stressuð, aðallega þeirra vegna, en ég sé að það var að mestu leyti óþarfi.  Allavega virðast þau dafna vel og njóta frelsisins í botn.  Það er gaman að geta upplifað tvo svona ólíka menningarheima.

Eins hafa þau verið mjög heppin bæði með skólann og með kennara.  Ég get ekki hætt að hrósa Álftanesskóla fyrir góð viðbrögð og ómentanlega hjálp og stuðning sem að þau hafa fengið.  Skólinn fær sko mörg prik fyrir það.

Rafa er að vinna og er bara ánægður.  Reyndar er hann með lægri laun hérna en í Mexíkó (já hver hefði trúað því).  Sem betur fer komum við ekki hingað til þess að vinna eingöngu.  Við komum hingað barnanna vegna.  Svo að þau kæmust betur inn í málið og kynntust því hvernig er að búa á Íslandi.  Ég er að vinna í íþróttahúsinu á Álftanesi og líkar vel.  Mæti reyndar voða snemma af því að Nautilus opnar svo snemma á morgnanna, en það er nú bara þegar ég er á morgunvakt.  Þegar ég er á dagvakt er ég búin voða seint.

En núna þarf ég að fylgja dömunni í afmælisveislu

þar til næst  (hvenær sem það nú verður)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elín Hrund Gardarsdóttir

Höfundur

Elín Hrund Gardarsdóttir
Elín Hrund Gardarsdóttir
Eins og er er ég búset í Mexico ásamt eiginmanni mínum og börnum okkar tveim. Hérna verdur fjallad um okkar DAGLEGA líf svo ad ef ad einhver nennir ekki ad lesa um thad sem ad ég keypti í matinn í gaer, thá má hinn sami bara sleppa vid ad lesa bloggid = )
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • S1050909
  • S1050906
  • S1050907
  • S1050900
  • S1050894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband