17.9.2008 | 15:21
Hélt að ég væri búin að flýja
Já, ég hélt að ég væri búin að flýja rán og ofbeldi með því að flytja til baka hingað til Íslands. En nei. Það sannaðist ði gær þegar leið okkar lá í eina ritfangaverslun í Kópavogi í gær. Eftir að hafa farið með ónefndar prufur á Barnaspítalann í gær, ætlaði ég að kaupa þær stílabækur og það sem að vantaði fyrir skólann fyrir krakkana. Einn lögreglubíll var að renna í hlað um leið og við, og við spáðum nú ekki mikið í það, lögruglumenn þurfa jú stundum að nota penna og svoleiðis fínheit. Ég labbaði um úðina með krakkana í eftirdragi og tók allt í einu eftir að það voru komnir fleiri lögreglubílar. Þegar ég var búin að finna allt fór ég til mömmu sem að hafði týnst í föndurdeildinni. Þá urðum við vara við það að rán hefði verið framið, rétt áðir en við komum ú búðina. Meira að segja vopnað rán. Afgreiðslukonan stóð sig eins og hetja, þó að hú væri enn skjálfandi eftir sjokkið. Hún átti alla mína samúð, því að þetta er ekki skemmtileg lífsreynsla.
Í morgun fór ég svo inn á www.prodigy.msn.com þar get ég séð og skoðað fréttir frá Mexico. Þá varð ég vör við að hlutirnir eru betri hérna eins og er. Í gær héldu Mexicanar upp á þjóðhátíðardaginn. Fólk allt samankomið vegna hrópsins, hefð í Mexicó. Semsagt er hrópað "Viva Mexico!" og fólk hrópar "VIVA!" En þá datt einhverjum snillingnum í hug að henda handsprengju inn í mannmergðina með ljótum afleiðingum. Þetta var í Morelia, ekki langt frá þeim stað sem að við bjuggum.
En út í skemmtilegri sálma. Krakkarnir byrjuðu loksins í skólanum. Það var svaka spenna í þeim og þeim hlakkaði SVOOOO til. Elízabeth valdi fötin sem að hún ætlaði í, í gærkvöldi, og ákvað svo eftir mikla umhugsun og uppröðun á fötum, að fara í PILSI. En þökk sé Guði fyrir sokkabuxurnar. Ég á örugglega eftir að sakna skólabúninganna, þó að þeir hafi ekki beint verið fallegir. Þau voru bæði svo ánægð í skólanum, og Emanúel vildi bara ekki koma heim. Fannst hálfgert svindl að þurfa að vera í aðlögun. En þau hafa þó eitthvað til að hlakka til á morgun.
Jæja, kveð í bili. Ætla að finna út hvort að ég geti haldið upp á afmæli barnanna á föstudaginn, þar sem að þaað var ekki hladið neitt upp á það úti, en æli það verði ekki bara súkkulaðikaka og kaffi á boðstólnum, engin stórheit neitt.
Um bloggið
Elín Hrund Gardarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndaalbúmid okkar Thar sem ad ég er ekki med meira myndapláss, var thetta albúm gert.
- Ella Gitta vinkona
um börn
- Agnarögn, Sigurjón og Tumi Börn Möggu módursystur og Hrannars
- Stúlka Dóttir Sigurjóns bródirs og Möggu mágkonu
- Brynjar Ásgeir Sonur Sigurjóns bródir og Möggu mágkonu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.