20.7.2008 | 00:19
Haettulegt gos
Já, ég komst ad thví í morgun ad Pepsi er STÓR haettulegt.
Ég settist fyrir framan sjónvarpid og aetladi ad horfa á morgunfréttirnar. Rafa var ad vinna í tölvunni og krakkarnir ennthá sofandi. Allt í einu heyri ég thennan svaka smell fyrir ofan mig.
Fyrsta hugsunin var ad thakid vaeri ad hrynja, og vidbrögdin eftir thví. Ég skaust upp úr sófanum eins og gormur en thordi ekki einu sinni ad líta aftur fyrir mig.
Rafa spurdi hvad hefdi gerst, og ég heyrdi grátinn úr Elízubethar herbergi (henni hafdi brugdid svona líka vid smellinn). Med hjartad á miljón lít ég upp í loftid. Thad var brúnt. Ég skima í kringum mig og sé tóma gosflösku lyggja vid hlidiná sófanum. "Pepsiflaskan sprakk" segi ég vid Rafa.
Já, gosid sem ad átti ad vera med kvöldmatnum var nú á víd og dreif um ALLT hús. Ferdin byrjadi í elhúsinu, thar sem ad flaskan hafdi stadid á gólfinu, vid hlidiná elhúsinnréttingunni. Önnur eins flaska VAR í ískápnum en var tekin út, opnud úti og fékk bara ad vera thar.
Thar sem ad flaskan sprakk ad nedanverdu (botninn allur taettur) urdu svona eldfaluga áhrif, og flaskan flaug úr eldhúsinu (med tilheyrandi frussi) og ´fram í bordstofu thar sem ad hún lennti í thakinu fyrir ofan bordstofubordid. Thar skvettist naer allt gosid úr flöskunni, og flaskan henntist inn í stofu, datt í sófan og thadan nidur á gólf.
Dagurinn í dag fór semsagt í thad ad thvo upp Pepsi, sem ad hafdi svo smekklega (eda thannig) frussast og slettst um naer allt hús. Elhúsinnréttingin, örbylgjuofninn, braudristin, ísskápurinn og elhúsgólfin + bordstofubordid, stólarnir, skeinkurinn og baekurnar sem ad ég hafdi plastad kvöldid ádur + stofusófinn, sjonvarpid síminn og símabordid. + Allir veggir, loftid og gólfid,,, var allt útatad. Mér finnst allt vera klístrad ennthá.
Thad versta er ad mér sýnist vid thurfa ad mála veggina og loftid thví ad blettirnir nást ekki úr.
Ég get hlegid ad thessu núna en vá hvad mér brá (og mér fannst thetta nú ekkert voda fyndid thegar ég var ad thrífa allt húsid)
Dilema dagsins. Ekki drekka Pepsi. Kvedja Elín klístrada
Um bloggiđ
Elín Hrund Gardarsdóttir
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndaalbúmid okkar Thar sem ad ég er ekki med meira myndapláss, var thetta albúm gert.
- Ella Gitta vinkona
um börn
- Agnarögn, Sigurjón og Tumi Börn Möggu módursystur og Hrannars
- Stúlka Dóttir Sigurjóns bródirs og Möggu mágkonu
- Brynjar Ásgeir Sonur Sigurjóns bródir og Möggu mágkonu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.